RSSRSS

Um Norðurljós

Norðurljós er samstarfsvettvangur tveggja manna sem saman hafa áratuga reynslu á sviði textagerðar og miðlunar efnis í gegnum Netið. Með þessum samstarfsvettvangi er ætlunin að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki við að miðla efni og upplýsingum um sjálfa sig og skapa ímynd sem endurspeglar þjónustu þeirraog starfsemi. Það er okkar skoðun að eftir því sem Netið verður umfangsmeira og þurftafrekara á upplýsingar sé nauðsynlegra að fá sérfræðiráðgjöf þegar kemur að  framsetningu, skilgreiningu og umgjörð á efni. Það er öllum fyrirtækjum nauðsynlegt að til séu áreiðanlegar og nákvæmar upplýsingar um þau og þjónustu þeirra. Ef þú segir ekki þína eigin sögu þá gerir einhver annar það.

Í gegnum tíðina höfum við tekið að okkur ýmis verkefni á þessu sviði sem sum hver eru kynnt hér á vefnum. Það er ætlun okkar að nýta þessa þekkingu til að auðvelda öðrum að gera Netið að sínum heimavelli.

 

Virðingarfyllst,

Sigurður Már Jónsson
Ólafur Jón Jónsson